Íris Böðvarsdóttir
Aðstoðarkerfið í litlum grunnskólum


Aðstoðarkerfi lítilla grunnskóla

Aðstoðarkerfið í litlum grunnskólum byggist mikið á þeirri þjónustu sem skólaskrifstofa svæðisins veitir. Sem dæmi má nefna þjónustukerfið í grunnskólanum á Eyrarbakka, Stokkseyri og Villingaholtshreppi. Þetta eru allt skólar með fáa nemendur, skólinn á Eyrarbakka með flesta nemendur, eða 94 og skólinn í Villingaholtshreppi með fæsta nemendur eða 29. Skólarnir sækja allir sérfræðiaðstoð til Skólaskrifstofu Suðurlands og er hver nemandi sem talin er þurfa á aðstoð á að halda vegna námserfiðleika eða tilfinningalegra eða félagslegra vandamála, metin af sérfræðingum skrifstofunnar í samráði við kennara og foreldra. Skólarnir eru misvel búnir í að takast á við sértækar lestrarhamlanir, þörf virðist vera fyrir sérmenntaða sérkennslukennara og eru skólarnir á mislangan veg komni með aðstoð í formi ýmissa hjálpartækja, s.s. kennslu á tölvur fyrir lestrarhamlaða. Einnig virðist vera mismikið samræmi meðal sérkennslukennara um hvernig sérkennslan er kennd og eru ekki allir á eitt sáttir um hvernig sérkennslan eigi að fara fram, t.d. í formi kennslu innan bekkjar eða utan hans.

Nánari upplýsingar um aðstoðarkerfið í litlum grunnskólum er að fá á Skólaskrifstofum héraðsins og í grunnskólunum sjálfum.