Ýmsar leiðir eru farnar hvað varðar úrræði fyrir lestrega í framhaldsskólum. En lestregir sitja í flestum tilvikum alls ekki við sama borð og aðrir nemendur. Þetta er misjafnt eftir skólum og í þeim sumum er nokkuð vel búið að þessum hópi nemenda en í öðrum er ástandið þannig að þeim er í raun ekki gert að sækja þá vegna úrræðaleysis. Nefna má að svo til eingöngu skólar á höfuðborgarsvæðinu nýta sér þjónustu Lestrarmiðstöðvar KHÍ og Blindrabókasafnsins. Samræma þarf úrræði þannig að allir lestregir nemendur finni hentuga þjónustu í þeim skóla sem þeir kjósa að sækja. Þó ber að hafa í huga að þar sem hópurinn lestregir" er mjög fjölbreyttur og birtingarform vandans einstaklingsbundið, þarf aðstoðin að vera miðuð að hverjum einstaklingi fyrir sig.
©1996