Frígráður er hugtak sem margir eiga erfitt með að skilja. Ástæður þess eru tvennskonar. Í fyrsta lagi er formleg skilgreining hugtaksins mjög stærðfræðileg og ekki verður farið í hana hér. Í öðru lagi eru til margar skilgreiningar á hugtakinu.
Við rekumst alltaf á frígráður þegar við reiknum kvaðratsummu. Ein leið til þess að skilgreina frígráður er að frígráður séu fjöldi gilda sem þarf að þekkja til þess að geta reiknað kvaðratsummu. Við fyrstu sín mætti halda að það þyrfti að þekkja öll gildin til þess að geta reiknað út kvaðratsummuna. Yfirleitt þarf þó að þekkja öll gildin nema eitt og stundum færri. Þetta er vegna þess að ef sum gildin eru þekkt er hægt að þekkja önnur gildi út frá þeim (dæmi).
Einnig er hægt að útskýra frígráður á annan veg. Hægt er að hugsa sér þær sem fjölda gilda sem frjálst er að breyta án þess að meðaltalið breytist (dæmi).
Hægt er að nota fleiri aðferðir til þess að skýra út hvað frígráður séu. Þessar tvær sem nefndar eru hér að ofan eru þó þær einföldustu sem til eru. Því verður ekki farið í flóknari útskýringar hér.
© 2004 Þórður Örn Arnarson