F-próf er notað í dreifigreiningu til að kanna hvort munur er á meðaltölum tveggja eða fleiri hópa. F-prófið metur hlutfallið á milli millihópadreifingu og innanhópadreifingu, það er F = MSbetween / MSwithin (þar sem MSbetween er meðalsumma kvaðrata milli hópa og MSwithin er meðalsumma kvaðrata innan hópa).
Úrvinnsluforritið SPSS birtir dreifigreiningartöflu þar sem allar helstu upplýsingar um F-próf eru dregnar saman. Eftirfarandi mynd sýnir dreifigreiningartöflu:
|
Upptök dreifingar |
Kvaðratsummur (Sum of Squares ) |
Frelsisgráður (degress of freedom) |
Meðalsumma kvaðrata (Mean squares) |
F-gildi |
|
Mhks |
||||
|
Ihks |
||||
|
Hks |
||||
| Mhks=Millihópakvaðratsumma; Ihks=Innanhópakvaðratsumma; Hks=Heildarkvaðratsumma | ||||
Síðasti dálkurinn, F-gildið, segir til um hvort F-prófið er marktækt við tiltekin alfa-mörk, það er miðað við ákveðnar líkur, og þar af leiðandi hvort marktækur munur er á meðaltölum hópa.
© 2003 Sigurlaug María Jónsdóttir