DreifigreiningMarghliða dreifigreining

Í marghliða dreifigreiningu (factorial analysis of variance; FANOVA) eru athuguð áhrif tveggja eða fleiri frumbreyta á fylgibreytu. Dæmi um slíkt væri að kanna áhrif kyns og aldurs á íþróttaáhuga. Það er hægt að vera með þrjár, fjórar, fimm og enn fleiri frumbreytur en of margar frumbreytur hefur þann galla í för með sér að það verður erfitt og frekar flókið að túlka niðurstöður.

Marghliða dreifigreining greinir megin- og samvirknishrif frumbreytanna. Meginhrif (main effect) er þegar frumbreytur einar og sér hafa áhrif á fylgibreytu, til dæmis þegar kyn og/eða aldur hefur áhrif á íþróttaáhuga. Samvirknihrif (interaction effect) eiga sér stað þegar áhrif einnar frumbreytu á fylgibreytu eru háð gildum annarrar frumbreytu, til dæmis þegar kyn hefur áhuga á íþróttaáhuga en það fer eftir aldri, það er hvort um yngra eða eldra fólk er að ræða.