Þegar við reiknum öryggisbil þurfum við að velja það öryggi sem miða á við. 99% öryggi er augljóslegra betra en 95% öryggi en það þýðir einnig að bilið stækkar; öryggisbilið er því mun víðara fyrir 95% öryggi en fyrir 99% öryggi.
Öryggisbil fela í sér eitthvert talnabil sem við vonum að innihaldi þýðistöluna. Því þrengra sem bilið er því nákvæmar getum við staðsett þýðistöluna. Ef við veljum að nota þrengra bil þá fylgir einnig meiri óvissa um það hvort að þýðistalan sé á þessu bili.
Við getum því valið á milli þess að auka öryggið og víkka þar með bilið (veljum 99% öryggi) eða minnka öryggið og þrengja bilið (veljum 95% öryggi). Það fer því eftir aðstæðum og markmiðum í hverri rannsókn hvort öryggið er valið. Ef staðalvillan er há, er oftast betra að velja minna öryggi (95%) til þess að vinna á móti víkkun bilsins (því meiri staðalvilla því meiri óvissa og því víðara öryggisbil). Ef staðalvillan er hins vegar lág þá er oftast betra að velja meira öryggi (99%) því að lítil staðalvilla verður til þess að bilið þrengist.
Því er hægt að líta svo á að vídd bilsins feli í sér hversu nákvæmlega við getum staðsett þýðistöluna en öryggið felur í sér óvissu um hvort að bilið innihaldi þýðistöluna yfir höfuð. Þegar við tökum ákvörðun um hvaða öryggisbil á að velja þurfum við að vega nákvæmnina á móti óvissunni.
© 2004 Sandra Guðlaug Zarif