VefverkefniMarktektarprófun

Oft er áhuga fyrir því að bera saman hópa og athuga að hve miklu leyti þeir eru líkir eða frábrugðnir. Ein leið til þess er að safna gögnum og framkvæma á þeim tölfræðilegt próf til að athuga hvort marktækur munur sé til staðar

Í félagsvísindum höfum við afar sjaldan upplýsingar um þýði. Nær alltaf erum við að vinna með upplýsingar um úrtök. Ályktunartölfræði er sú undirgrein tölfræðinnar sem fæst við að álykta um eiginleika þýðis á grundvelli upplýsinga um eiginleika úrtaks. Tilgátuprófun er ein helsta aðferð ályktunartölfræði. Niðurstöður tilgátuprófana segja til um hvort óhætt sé að draga ályktanir um þýðið á grundvelli þeirra úrtaksgagna sem til eru.

Upphaflega var marktektarprófun uppgötvuð af Fisher og ætluð til notkunar í landbúnaði. Síðar var aðferðin tekinn til notkunar í öðrum fræðigreinum. Í dag er svo komið að innan félagsvísinda og læknavísinda eru deilur um gagnsemi marktektarprófa.