Afköst eru reiknuð til að spá fyrir um líkur þess að núlltilgátu sé hafnað. Með því að reikna afköst getum við stillt rannsóknina þannig að miklar líkur séu á því að finna þann mun sem við höfum áhug á að finna. Það sem hefur áhrif á afköst er:
- α (alfa) marktektarmörk. Segir til um hversu miklar líkar eru á því að við höfnum núlltilgátunni ranglega. Marktektamörk eru gjarna miðuð við 1 eða 5 prósent.
- Úrtaksstærð (N).
- Áhrifastærð. Raunverulegur munur á núlltilgátu og rannsóknartilgátu (µ0–µ1). Því meiri sem raunverulegi munurinn er, því meiri líkur eru á að tölfræðilega prófið nemi hann.
- Villan, þ.e dreifing mæligilda innan hóps í þýði. Leifin er besta spá um villuna.
© 2004 Magnús F. Ólafsson