Ef meğaltal og stağalfrávik dreifingar eru şekkt er tiltölulega auğvelt ağ finna út prósentuhlutaröğ.
Dæmi 1: Ağ şví gefnu ağ meğaleinkunn í námskeiğinu Stærğfræğigreining I sé 8,0 og stağalfrávik 0,5 hver er prósentuhlutaröğ einstaklings sem fær einkunina 7,0? Skv. upplısingum sem gefnar eru í dæminu er einkunin 7,0; 2 stağalfrávikum fyrir neğan meğaltal ş.e. z = (7,0-8,0)/0,5 = -2.
Líkt og sést af şessari mynd sem og ef litiğ er í z-töflu, eru 2,3% gilda í dreifingunni 2 stağalfrávikum neğan viğ meğaltaliğ eğa meira, sem şığir şví ağ ağeins 2,3% af şeim sem şreyttu prófiğ fengu 7,0 eğa lægra í Stærğfræğigreiningu I.
Dæmi 2: Hér eru svipağar tölur notağar og í dæmi 1, ş.e. meğaleinkunn er 8,0 og stağalfrávik er 0,5 í námskeiğinu Stærğfræğigreining I. Hver er prósentuhlutaröğ şess sem fær 9? Einkunin 9 er 2 stağalfrávikum fyrir ofan meğaltal ş.e. z = (9,0-8,0)/0,5 = 2. Ef normalkúrfa og z-tafla eru skoğuğ líkt og áğur, kemur fram ağ 2 stağalfrávik jafngilda 97,7 prósentuhlutaröğ. Şví er sá sem fær 9 á prófinu meğ hærri einkun en 97,7% şeirra sem şreyttu prófiğ.
Dæmi 3: Einnig er hægt ağ snúa útreikningum viğ og spyrja: Hver er einkunn şess sem er í 75 prósentuhlutaröğ? Jafnan z = x - m / s er notuğ líkt og áğur til ağ finna út hvağa einkunn á prófinu samsvarar 75 prósentuhlutaröğ. Í z-töflu sést ağ 75 prósentuhlutaröğ samsvarar z-gildinu 0,67. Jafnan lítur şví svona út (ef miğağ er viğ ağ meğaltaliğ sé 8,0 og stağalfrávikiğ 0,5): 0,67 = x – 8,0 / 0,5 => x = 8,0 + (0,67)(0,5) = 8,335.
Dæmi 4: Ef áhugi er fyrir hendi, er hægt ağ reikna út hversu stórt hlutfall er á milli tveggja talna ef meğaltal og stağalfrávik eru şekkt. T.d. hversu stór hluti barna er milli şeirra sem fá greindartöluna 105 og 85 á greindarprófinu WPPSI-R sem hefur meğaltaliğ 100 og stağalfrávikiğ 15?
Eins er fariğ ağ og í fyrri dæmum ş.e. z-gildi fundin fyrir hvort gildiğ fyrir sig. Hlutfall sem samsvarar z-gildum er fundiğ í töflu. Şağ hlutfall sem samsvarar greindartölunni 105 er dregiğ frá hlutfallinu sem samsvarar 85.
Útreikningar eru gerğir á eftirfarandi hátt: Z-gildi fyrir greindartöluna 85 er -1: z = 85 – 100 / 15 = -1. Z-gildiğ –1 í töflu er 0,1587. Z-gildi fyrir greindartöluna 105 er 0,333: z = 105 – 100 / 15 = 0,333. Z-gildi 0,333 í töflu er 0,63. Munur á şessum tölum er şví: 0,63 – 0,1587 = 0,4713. Şağ eru şví 47,13% şátttakenda sem eru á milli şessara tveggja greindartalna.
© 2004 Magnús Blöndahl