Það er hægt að gera tvenns konar villur við marktektarprófum. Í fyrsta lagi er hægt að hafna réttri núlltilgátu. Þetta eru kölluð höfnunarmistök (type I error, α−villa). Í öðru lagi er hægt að hafna ekki rangri núlltilgátu. Það kallast fastheldnimistök (type II error, β-villa).
Líkindin á því að höfnunarmistök eru gerð eru táknuð með α en líkindin á því að fastheldnimistök eru gerð eru táknuð með β.
Það fer algerlega eftir því hvert markmiðið er í rannsóknum hvort verra sé að gera höfnunar- eða fastheldnimistök. Ef markmiðið er að komast hjá því að segja hraustum manni að hann sé veikur, þá er best að hafa α−mörkin sem þrengst. Ef maður vill ekki senda fárveikan mann heim og segja honum að allt sé í lagi, þá er gott að hafa α−mörkin víð. Það fer svo alveg eftir sjúkdómnum, hvað er best að gera.
© 2004 Ingibjörg Sif Antonsdóttir