Hvað er staðgengilskóðun? Af hverju þarf ég að nota staðgenglskóðun? Hvernig bý ég til staðgengilsbreytur? Hvernig les ég úr niðurstöðum? Hvernig túlka ég niðurstöður?
Ef þig vantar svar við einni eða fleiri spurningum smelltu þá á einhverja af undirsíðunum hér að neðan.
Um staðgengilskóðun Túlkun niðurstaðna Dæmi
Staðgengilskóðun í stuttu máli.
Staðgengilskóðun er notuð í aðfallsgreiningu þegar frumbreyta er nafnbreyta og tekur tvö eða fleiri gildi. Búnar eru til staðgengilsbreytur þar sem allir hópar fá gildin 0 og 1 í mismunandi röð. Einn hópur er hafður sem samanburðarhópur þannig að fjöldi staðgengilsbreyta er k-1. Í niðurstöðum fær hver staðgengilsbreyta sinn hallastuðul, nema ein sem er fasti. Hallastuðlar segja til um breytingu á fylgibreytu við það að færast frá samanburðarhópi til annarra hópa.
© 2003 Eva María Ingþórsdóttir