Pearson kí-kvaðrat Pearson kí-kvaðrat í krosstöflum

Pearson kí-kvaðrat er reiknað á svipaðan máta í krosstöflum og þegar aðeins eru könnuð gildi einnar breytu Helsti munurinn er að mögulegt er að kanna hvort tvær flokkabreytur tengjast eða hvort þær eru óháðar.

Líkt og í einhliða Pearson-kíkvaðrat prófi eru raungildi borin saman við væntigildi. Helsti munurinn er sá að frelsisgráður eru reiknaðar á annan máta, auk þess sem væntigildi geta verið mismunandi eftir hólfum töflunnar. Sama kí-kvaðratformúlan er notuð: χ2 = Σ (O−E)2 / E, þar sem E er væntigildi og O eru raungildi.

Í töflunni hér að neðan eru skáldaðar niðurstöður rannsóknar á því hvort kynjamunur væri á því hvort aðlaðandi ungri konu yrði hjálpað ef hún missti blaðabunka í fjölfarinni verslunarmiðstöð og bæði næsta gangandi viðskiptavin um aðstoð.

Útreikningur á kí-kvaðrati úr töflunni hér að neðan væri eftirfarandi: ((6−9,5)2 / 9,5) + ((13−9,5) 2 / 9,5 + ((14−10,5)2 / 10,5) + ((14−10,5)2 / 10,5) = 1,29 + 1,29 + 1,2 + 1,2 = 4,98.

Frelsisgráður krosstaflna eru reiknaðar með formúlunni: df = (R−1)(D−1), þar sem R er fjöldi raða og D er fjöldi dálka. Í töflunni hér að neðan væru frelsisgráðurnar því: (2−1)(2−1) = 1.

Út frá upplýsingunum hér að ofan er hægt að fletta upp í kí-kvaðrat töflunni. Núlltilgátunni er hafnað við α = 0,05, miðað við eina frígráðu og að útkoma Pearson kí-kvaðratprófsins var 4,98, þar sem χ2 gildið í töflunni er lægra en útkoma prófsins. Óhætt er að segja að hjálp velti að einhverju leyti á kyni þess sem beðinn er um aðstoð.

Krosstafla

Karlar Konur Samtals
Hjálpar 6 13 19
Hjálpar ekki 14 7 21
Samtals 20 20 40