Íssala
Barbados | Selfoss | Feneyjar | London | |
Raungildi | 20 | 2 | 10 | 8 |
Væntigildi | 10 | 10 | 10 | 10 |
Á töflunni hér að ofan má sjá skálduð gögn um mismunandi íssölu eftir staðsetningu íssjálfsala í heiminum á einni klukkustund.
Formúla kí-kvaðrats beinist að því hvort munur sé á milli raungilda og væntigilda. Formúla Pearson kí-kvaðrats er eftirfarandi: χ2 = Σ (O−E)2/ E, þar sem O táknar raungildi og E væntigildi. Formúlan er reiknuð fyrir hvert gildi frumbreytunnar og niðurstöðurnar svo lagðar saman.
Þegar búið er að reikna út úr kí-kvaðrat fomúlunni er útkoman borin saman við vendigildi kí-kvaðrattöflunnar. Vendigildi er hægt að finna í töflunni út frá fjölda frígráða (k−1) og α-gildi rannsóknarinnar (0,01, 0,05 eða 0,001). Ef vendigildið er lægra en útkoma prófsins þá er marktækur munur á hópunum og óhætt að hafna núlltilgátunni.
Til dæmis má setja gögnin úr töflunni hér að ofan í χ2 formúluna: ((20−10)2 / 10) + ((2−10)2 / 10) + ((10−10)2 / 10) + ((8−10)2 /10) = 10,0 + 1,6 + 0 + 0,4 = 12,0. Frígráður eru 3, α 0,01. Samsvarandi gildi í χ2 töflunni er 11,35. Prófið er því marktækar við α= 0,01. Marktækur munur er á íssölu þessara fjögurra íssjálfsala.
© 2004 Anton Örn Karlsson