Með því að nota normalrit til að skoða leifina getum við athugað:
Normalrit birtir gildi leifarinnar sem fall af væntigildum normaldreifingar. Normalrit sýnir raungildin á X-ásnum og væntigildin á Y-ásnum. Ef að leifin normaldreifist mynda mæligildin beina línu. Frávik frá beinu línunni gefur til kynna frávik frá normaldreifingu. Skekkja í dreifingu birtist sem sveigbogatengsl á ritinu. Normalrit sýna lögun dreifingar mjög nákvæmlega, nákvæmar en kassarit, en krefjast meiri skynúrvinnslu til að koma auga á lykilatriði. Minniháttar frávik eru einnig sýnilegri á normalriti en á kassariti sem getur verið galli og því þarf að fara mjög varlega í allri túlkun ritsins. Frávillingar sjást ágætlega á normalriti en eru ekki eins áberandi og í kassariti.
Ef punktarnir liggja á eða nálægt línunni er dreifing leifarinnar normallaga (sjá mynd 2.1.).
Mynd 2.1.
Hér eru nokkur dæmi um frávik frá normaldreifingu:
Mynd 2.2.
Ef að báðir endar dreifingarinnar sveigjast fyrir ofan línuna er dreifing leifarinnar neikvætt skekkt (sjá mynd 2.2.)
Mynd 2.3.
Ef að báðir endar dreifingarinnar sveigjast undir línuna er dreifing leifarinnar jákvætt skekkt (sjá mynd 2.3)
© 2004 Auður Eiríksdóttir