Valnámskeið í aðferðafræði: Sérefni í dreifigreiningu


Verkefni III

Verkefnið felst í því að gera líkan af tengslum kynferðis og launa hérlendis.

Gagnaskrár

Í þessu verkefni notarðu gagnaskrárnar sem er að finna á vefnum. Ef þú smellir hér færðu lista yfir skrárnar. Þar finnurðu skrárnar AdfE01.DAT-AdfE10.DAT sem eru SPSS/PC kerfisskrár. Vandræðalítið er að lesa þær inn í SPSS fyrir Windows.

Vistaðu eintak af þinni skrá með því að velja hana með hægri músartakkanum og velja "Save Link As …" í valmyndinni sem þá sprettur upp.

Þú velur þína skrá í samræmi við númerið sem þér hefur verið úthlutað, eins og áður.


Uppruni

Skrárnar eru úr Lífskjarakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem var framkvæmd árið 1988. Þær innihalda 400–500 færslur hver. Lífskjarakönnun var framkvæmd þannig að hendingarúrtak var tekið af öllum Íslendingum, þeir heimsóttir og spurðir staðlaðra spurninga um ýmis atriði sem lúta að lífskjörum.

Skrárnar innihalda upplýsingar um meðaltímatekjur þessara einstaklinga, fæðingarár þeirra, kynferði og menntun. Meðaltímatekjur voru reiknaðar út með því að spyrja um heildarlaun viðkomandi og síðan fjölda vinnustunda sem hann (karl eða kona) skilaði á mánuði.

Breytur

Skrárnar innihalda upplýsingar um meðaltímatekjur þessara einstaklinga, fæðingarár þeirra, kynferði og menntun. Meðaltímatekjur voru reiknaðar út með því að spyrja um heildarlaun viðkomandi og síðan fjölda vinnustunda sem hann (karl eða kona) skilaði á mánuði.

Eftirfarandi er yfirlit yfir breyturnar í skránum

TIMTEK Heildartekjur á vinnustund

FAR Fæðingarár svaranda

KYN Kyn svaranda

1 Karl

2 Kona

MENNTUN Menntunarstig svaranda

1 Skyldunám eða gagnfræðanám

2 Framhaldsskóli (bóknám)

3 Iðnnám

4 Háskólanám

9 Í námi

Notaðu menntun sem fjórskipta breytu í úrvinnslunni; slepptu þeim sem eru enn í námi eða gefa ekki upp menntun sína.

Verkefnið

Þú átt að beita dreifigreiningu til að segja til um áhrif kynferðis og menntunar á meðaltímatekjur Íslendinga árið 1988. Þú átt einnig að geta lýst áhrifum menntunar og kyns á meðaltímatekjur. Notaðu menntun sem fjórskipta breytu (1, 2, 3 & 4).

Gættu sérstaklega að því að þetta gagnasett er vandmeðhöndlað. Það krefst þess að þú íhugir flest það sem við höfum rætt um í tímum eða munum ræða um nú á næstu vikum. Athugaðu sérstaklega að þú munt þurfa að nota gagnakönnun, íhuga umbreytingar, taka afstöðu til þess hvernig sé rétt að bregðast við háðum frumbreytum (unbalanced design) og hvernig best sé að lýsa meðaltölum með samanburðum.

Fyrst þú spyrð, þá er rétt að geta þess að þú getur þetta með léttum leik. En gættu þess að ætla þér ekki um of. Ég bið um vandaða úrvinnslu þar sem gert er grein fyrir álitamálum; ekki reyna að koma með „réttu" úrvinnsluna.

Umbreytingar

Til álita kemur að nota gögnin eins og þau koma fyrir. Það felur í sér línuleg tengsl; munur á meðaltölum eftir menntunarstigi gefur til kynna þá krónutölu sem laun hækka við að auka við menntun sína og meðaltalsmunur milli kynja gefur til kynna þann launamun (í krónum) sem er á kynjunum.

Annar möguleiki er að gera ráð fyrir því að hvert menntunarstig hækki launin um ákveðið mörg prósent, laun karla séu svo og svo mörgum prósentum hærri (eða lægri :-) en hjá konum, fremur en um einhverja krónutölu. Þetta samsvarar því að vinna með lógariþmísk tengsl frumbreyta og fylgibreyta.

Lestu nánari lýsingu á lógariþmaumbreytingu.

Gangi þér vel

PS. Sestu niður og hugsaðu um það hvernig réttast væri að vinna svona verk. Gagnakannaðu svo það sem er líklegast til að skipta máli og fáðu einnig töflu yfir fjölda í hverju hólfi rannsóknarsniðsins. Að þessu loknu gætirðu farið að íhuga að byrja á sjálfri úrvinnslunni. Ekkert er verra en að vera byrjaður á úrvinnslu og komast að því í miðjum klíðum að maður hefði viljað fara öðru vísi að frá byrjun.