Verkefni III

Umbreytingar

Til álita kemur að nota gögnin eins og þau koma fyrir. Það felur í sér línuleg tengsl; munur á meðaltölum eftir menntunarstigi gefur til kynna þá krónutölu sem laun hækka við að auka við menntun sína og meðaltalsmunur milli kynja gefur til kynna þann launamun (í krónum) sem er á kynjunum.

Annar möguleiki er að gera ráð fyrir því að hvert menntunarstig hækki launin um ákveðið mörg prósent, laun karla séu svo og svo mörgum prósentum hærri (eða lægri :-) en hjá konum, fremur en um einhverja krónutölu. Þetta samsvarar því að vinna með lógariþmísk tengsl frumbreyta og fylgibreyta.

Eftirfarandi sýnir aðfallslíkan fyrir línuleg tengsl:

Y=c+bX

Lógariþmatengsl fela í sér eftirfarandi líkan:

Y= 10^(c+bX)

Með því að taka lógariþma af báðum hliðum jöfnunnar (rifjaðu upp algebruna úr 10. bekk) fáum við:

log10(Y)= c + bX

Þannig fáum við lógariþmalíkan með því einfaldlega að taka lógariþma af fylgibreytunni!

Ef við vinnum með lógariþmaumbreytta fylgibreytu má túlka hallastuðulinn b1 sem hlutfallslega breytingu á fylgibreytunni fyrir hverja einingu sem frumbreytan breytist um. Þetta hlutfall fæst með því að reikna út , en það er stundum kallað að taka andlógariþmann af b1. Ef við viljum hugsa þetta í prósentum getum við notað eftirfarandi jöfnu:

Breyt% = 100(10^b - 1)

Þegar það er hugleitt að meðaltalsmunur samsvarar hallastuðli í aðfallsgreiningu („dummy"-kóðuð frumbreyta sem breytist úr 0 í 1) sést að setja má meðaltalsmun úr lógariþmískri dreifigreiningu inn í jöfnuna og túlka niðurstöðuna sem prósentutölu.

Þörf á lógariþmaumbreytingu má ákvarða eins og skýrt hefur verið frá í námskeiðinu. Fyrst er hugleitt hvers konar tengslum er búist við milli frumbreyta og fylgibreytu, síðan eru breyturnar gagnakannaðar og að lokum er leifin úr dreifigreiningunni skoðuð. Í mörgum tilfellum gefur þetta skýrar niðurstöður, í öðrum ...