Anna Kristín Halldórsdóttir
Hringsjá


Aldursskipting

Frá upphafi hafa 199 manns innritað sig í skólann. Af þeim hafa alls 120 nemendur útskrifast og 167 einstaklingar lokið einni önn eða meira. Heldur fleiri karlar en konur eru í þessum hópi (sem hefur lokið einni önn eða meira). Tveir þriðju allra nemendanna eru á aldrinum 20 – 40 ára eins og fram kemur í hér á eftir:

Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu eftir aldri og kyni

 

18-19 ára

20-29 ára

30-39 ára

40-49 ára

50 og eldri

Alls

Konur

7 (9,5%)

25 (33,8%)

20 (27%)

19 (25,7%)

3 (4%)

74 (44,3%)

Karlar

7 (7,5%)

34 (36,6%)

34 (36,6%)

10 (10,8 %)

8 (8,5%)

93 (55,7%)

Alls

14 (8,4%)

59 (35,3%)

54 (32,3%)

29 (17,4%)

11 (6,6%)

167 (100%)

 Hluti af þeim sem hafa innritast lýkur ekki meira en einni önn og hættir jafnvel áður en fyrstu önn lýkur. Ekki liggja fyrir neinar tölur hverjir það séu sem lenda í þessu brottfalli, hvort það séu áberandi fleiri konur eða karlar, á hvaða aldri og í hverju fötlun þeirra liggur.

Athyglisvert er að eini hópurinn þar sem eru áberandi fleiri konur en karlar er aldurinn 40-49 ára, en þar eru þær nærri 15% fleiri en karlar á sama aldri. Ein af skýringunum gæti verið sú að yngri konur eru ef til vill með ung börn og sækja því síður í nám.

©1997