Einhverfa (infantile autism) er gagntæk (pervasive) þroskaröskun sem kemur snemma í ljós og einkennist af erfiðleikum í félagslegum samskiptum.
Þrenns konar félagsleg truflun er talin einkenna einhverfa, en stigsmunur er á því hversu sterkt einkennin koma fram hjá einstaklingum:
Í sambandi við þetta síðasta atriði má benda á að því hefur verið haldið fram að einhverfa skorti hæfnina til að skilja að aðrir hugsi og komast að því hverjar hugsanir þeirra séu (theory of mind). Út frá þessari kenningu má skýra flest alla hegðun einhverfra, en heimsmynd þeirra og hegðun virðist byggjast upp á að þeir lifa í eigin heimi með aðeins sínum eigin vilja og hugsun. Sem dæmi má nefna að einhverf börn læra mörg ekki að benda á það sem þau vilja fá, (að benda felur í sér þá hugsun að aðrir skilji tilvísun þá sem bending felur í sér) en nota það að leiða fólk til að fá vilja sinn d. nota hendur fullorðins (tæki) til að opna nammipoka.
Til að einhverfa sé greind þarf a.m.k. eitt atriði úr hlutum A, B og C að eiga við að auki þurfa a.m.k. sex atriði samtals að vera viðeigandi. Ef um færri atriði er að ræða er gagntæk þroskatruflun, ekki frekar tilgreind (PDD,NOS) greind.
A. Eigindlegar truflanir í gagnkvæmum félagslegum samskiptum:
B. Eigindlegar truflanir á tjáskiptum:
C. Afmörkuð, endurtekin og stereótýpísk hegðun, áhugi eða atferli.
Óeðlilegur eða skertur þroski fyrir þriggja ára aldur sem lýsi sér með töfum eða óeðlilegri virkni á a.m.k. einu eftirfarandi sviða: 1. félagslegum samskiptum, 2. notkun tals í félagslegri tjáningu, eða 3. táknrænum- eða ímyndunarleik.
Þegar litið er á gagntækar þroskatruflanir sem vídd má telja að allt að eitt af hverjum 650-1000 börnum hafi þessar hamlanir. Ef einungis er litið til klassískra einhverfutilfella fellur tíðnin í 4-5 af hverjum 10.000.
Einhverfa og skyldar truflanir eru 4-5 sinnum algengari hjá drengjum en stúlkum.
©1996