Vefreiknarnir sem eru hér fyrir neðan hafa verið skoðaðir og virðast reikna rétt; þó er engin ábyrgð tekin á niðurstöðunum. Ekki nota aðra vefreikna nema að ganga fyrst úr skugga um að þeir virki rétt. Lestu vel athugasemdir sem stundum gefa mikilvægar upplýsingar.
Áður en þú notar vefreikni í fyrsta sinn þarftu að prófa hann á dæmi úr bókinni til að ganga úr skugga um að þú kunnir að nota hann. Athugaðu einnig að sumir miðast við tvíhliða próf, aðrir við einhliða próf og stöku reiknar gefa kost á því að velja núlltilgátuna sem prófuð er.
Hér eru nokkrir R-forritlingar sem notast við Shiny umhverfið. Shiny er forritunarlausn sem gerir kleift að keyra R-forrit á sérstökum þjóni og gera þannig gagnvirka forritlinga (apps).
Þessi aðferð er notuð þegar úrtak er stórt og hlutfallið ekki mjög nálægt 0,0 eða 1,0. Algengt en skeikult viðmið er að fjöldinn í minni hópnum megi ekki fara undir 5 (stundum er þó miðað við 10).
Þetta er aðferðin sem Moore & McCabe mæla með.
Þetta er nákvæmari aðferð heldur en breytt Wald-próf. Báðar aðferðir gefa svipaðar niðurstöður en breytta Wald-prófið er einfaldara.
Þessa aðferð máttu aðeins nota ef hlutföllin eru óháð! Í því felst yfirleitt að hlutföllin séu reiknuð hvort í sínum hópnum. Dæmi um ranga notkun væri t.d. ef við bærum hlutfall þeirra sem segjast munu kjósa Vöku saman við þá sem ætla að kjósa Röskvu; það liggur væntanlega í augum uppi að því fleiri sem kjósa Vöku því færri að jafnaði munu kjósa Röskvu. Þetta væru ekki óháð hlutföll enda eru þau reiknuð í sama hópnum.
Gættu þess að setja hópinn með hærra hlutfallið inn í vinstra dálki og þann með lægra hlutfallið í hægri dálkinn. Settu fjöldann sem er talinn í efri reitinn (k) og heildarfjöldann (n) í neðri reitinn og smelltu síðan á „Calculate.“ Niðurstöðurnar birtast í textareitunum fyrir neðan. Veldu þær sem birtast þar sem stendur „no continuity correction.“
© 2005–2017 Guðmundur B. Arnkelsson (Síðast breytt: 5. febrúar 2018)