Markmið þessa verkefnis er að þú temjir þér það að hugsa um dreifigreiningu sem línulegt líkan, sjáir hvernig hægt er að kóða dreifigreiningarlíkan á fleiri en eina vegu, hvaða möguleika það gefur og hvernig heildarniðurstaða líkansins verður óbreytt.
Gögnin
Gögnin nálgast þú í cancer survival möppunni í Uglu. Þar eru gagnaskrár auðkenndar með númerum. Veldu þá skrá sem samsvarar röð þinni á nemendalistanum í Uglu. Þar sem nokkrir nemendur eru um hverja úrlausn, þarf eðlilega að semja um hvaða gagnaskrá skuli velja. Nánari lýsingu á gögnunum færðu í DASL gagnasafninu.
Skiladagur
Gerðu 5–8 glærur sem taka á ofangreindum atriðum. Verkefninu skilar þú munnlega með því að kynna niðurstöðurnar fyrir öðrum nemendum. Miðað er við að þrír séu um hvert verkefni. Viðkomandi nemendur mega ekki vinna nema mest eitt annað verkefni með þér í námskeiðinu.
Úrlausnir þurfa að vera tilbúnar til kynningar miðvikudaginn 20. október nk.
Verkefnið
Verkefnið byggir að hluta á tímaverkefni 3 og þú átt því að geta nýtt þér alla þá vinnu við gerð verkefnisins.
Gerðu dreifigreiningu og taktu rökstudda afstöðu til þess hvort forsendur hennar standist.
Taktu afstöðu til þess á grunni ofangreinds hvort umbreytingar sé þörf. Ef um það er að ræða, skaltu velja viðeigandi umbreytingu og rökstyðja valið vel. Endurtaktu dreifigreininguna eftir umbreytingu og túlkaðu niðurstöður.
Kóðaðu dreifigreiningarlíkanið með (a) áhrifakóðun og (b) staðgengilskóðun. Greindu frá og túlkaðu hallastuðlana fyrir hvort tilvik fyrir sig.
Sýndu hvernig meðaltölin endurgerast á grundvelli þessara tveggja kóðana, þ.e. hvernig hvor kóðun um sýnir er einungis að sýna ólíka sundurgreiningu sömu meðaltala.
Kóðaðu a.m.k. einn samanburð, prófaðu hann eins og hann væri fyrir fram samanburður, birtu og túlka niðurstöður.
Skil á verkefninu felur í sér (a) munnlega greinargerð í tíma með viðeigandi (takmörkuðum) fjölda glæra, (b) þátttöku í tíma um hugsanlega annmarka úrlausnarinnar eða álitamál í tengslum við hana, (c) skil á glærum og, eftir atvikum, fyrirlestrarpunktum á pdf-formi í tölvupósti og (d) skil á skipanaskrá í tölvupósti sem sýnir ferilinn frá því að gögnin eru lesin inn, líkanið kóðað og þar til úrvinnslu er lokið.
Skil í tölvupósti þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Þú þarft ekki að fylgja APA-formi stranglega í þessu verkefni en miðað er við að því sé fylgt í öllum meginatriðum. .
© 2001—2010 Guðmundur B. Arnkelsson (síðast breytt 31. ágúst 2010)