Nemandi:
Inngangur
- Vantar umfjöllun um viðfangsefnið
- Stuttur, klénn, vantar allt
- Styður ekki við Umræðu, stendur stakur
- Asnaleg upptalning á tilgátum eins og þetta sé nemendaverkefni í tölfræðinámskeiði
Aðferð
- Ekki gerð grein fyrir breytum
- Vantar upplýsingar um uppruna/söfnun gagna
- Vantar lýsingu á þátttakendum og fjölda
- Stutt, klén, vantar allt
Niðurstöður
- Töflur ekki APA
- Talnaefni étið upp úr töflum eða myndum / töflur en allar
upplýsingar eru í texta
- Töflur eða myndir standa stakar, lýsingu vantar
- Ekki vísað í sum myndrit eða töflur
- Myndir/töflur ekki krossaðar, rætt um ókrossaðar töflur/myndir
eins og um sömu upplýsingar sé að ræða.
- Óhentug myndrit notuð, t.d. stöplarit þegar önnur rit henta betur
- Engin myndræn framsetning
- Punktar í stað komma í kommutölum eða ekkert núll fyrir framan kommu
- Skáletrun vantar, t.d. á F-um og p-um
- Núlltilgátan sönnuð
- Marktekt er niðurstaðan, ekki rætt um þýði
- Öryggi öryggisbila ruglað saman við villutíðni marktektarprófa
- Ekkert minnst á forsendur eða stórvægilegar villur í þeirri umfjöllun
- Forsendur prófaðar með marktektarprófum eða ekki hugað að því
hvort frávik séu í raun umtalsverð
- Niðurstöður marktektarprófa ekki gefnar upp eða gefnar rangt upp
- Stuttar, klénar, vantar allt
Umræða
- Meginniðurstöður ekki teknar saman í upphafi á mannamáli-svo amma skilji
- Sumum spurningum verkefnislýsingar ekki svarað
- Stutt, klén, vantar allt
Heimildalisti
- Villur í heimildaskráningu / heimildir vantar sem vísað var í
- Röng vísun í/heimildarskráning vefskjala
- Vantar
Almennt
- Vísað í fyrirlestra námskeiðsins eða sams konar vafasamar
heimildavísanir
- Verkefnið ekki í APA-stíl
- Stutt, klént, vantar allt
- Ekki vandað
- Vandað en gæðin vantar (þetta er hrós en þó vantar upp á)
© 2006 Guðmundur B. Arnkelsson (Nýtt 4. september 2006)