Una B. Bjarnadóttir
Aðstoðarkerfi fatlaðra í Menntaskólanum við Hamrahlíð


Hreyfihamlaðir

Hreyfihamlaðir nemendur koma úr Hlíðaskóla í Reykjavík. Hvað er eðlileg hreyfifærni? Þeir sem teljast hreyfihamlaðir eiga við verulega ágalla að á hreyfifærni að stríða sem eru varanlegir og leiða til fötlunar. Menn hafa fundið ýmsar aðferðir til að flokka hreyfihamlanir og orsakir þeirra. Ein aðferðin er að greina milli þeirra sem eru hreyfihamlaðir vegna heilalömunar annarsvegar og vöðvarýrnunar hinsvegar. Stig hreyfihömlunar er mismunandi . Hún getur verið bundin við einn útlim og upp í það að vera bundinn við hjólastól. Einstaklingur getur þar að auki átt við það að etja að hafa litla eða enga stjórn á viljastýrðum hreyfingum sínum. Aðstoðarþörf hreyfihamlaðra nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð getur því verið mismunandi eftir einstaklingum. Í skólanum eru svokallaðir aðstoðarnemendur sem aðstoða hinn fatlaða að komast á milli stofa, taka upp úr töskunni, glósa og ljósrita glósur. Í skólanum er lyfta milli hæða, skábretti fyrir hjólastóla og sér salernisaðstaða.

Frekari upplýsingar um hreyfihömlun má fá í Sálfræðibókinni.

©1996