Una B. Bjarnadóttir
Aðstoðarkerfi fatlaðra í Menntaskólanum við Hamrahlíð


HELIOS 2

Helios er skammstöfun fyrir eftirfarandi: "Handicapped people within the European community living independently in an open society." Ísland varð fullgildur aðili að HELIOS-áætluninni þann 1. janúar 1996 á grundvelli 31. greinar samþykktar Evrópska efnahagssvæðisins. Meginmarkmið í stefnu HELIOS-áætlunarinnar er að hvetja aðildarríki til að efla stuðning við fatlaða , hvetja til nýunga og framþróunar á ýmsum sviðum sem stuðlar að jöfnum tækifærum og sjálfstæðu lífi fatlaðra í samfélaginu. Nefna má í þessu sambandi, blöndun fatlaðra nemenda í almenna skóla á öllum stigum menntakerfisins, starfræna endurhæfingu, starfsþjálfun, félagslega aðlögun, ferlimál, íþróttir og ferðamál. Einn þáttur í HELIOS samstarfsáætluninni er samkeppni um áhugaverð verkefni sem fjalla um málefni fatlaðra í samræmi við ofangreinda stefnu.

Aðeins fjögur verkefni komu frá Íslandi og hlutu tvö þeirra verðlaun. Gullverðlaun hlaut Ingibjörg Haraldsdóttir kennari við Lundarskóla á Akureyri og silfurverðlaun hlaut Ágústa Unnur Gunnarsdóttir Kennslustjóri fatlaðra við Menntaskólann við Hamrahlíð. Sautján Evrópuríki tóku þátt í samkeppninni og hafði hvert ríki heimild til að senda 6 verkefni, en áður fór fram forval innan hvers lands. Samtals bárust 400 verkefni.

©1996