Tourette samtökin á Íslandi voru stofnuð árið 1991 af áhugafólki um Tourette heilkenni. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni einstaklinga með Tourette heilkenni og fjölskyldna þeirra. Samtökin standa fyrir ýmissi fræðslustarfsemi s.s útgáfu fræðslurita og myndbanda fyrir foreldra og kennara. Auk þess beita samtökin sér fyrir því að félagsmenn tengist innbyrðis, styðji hverjir aðra og vinni í sameiningu að viðurkenningu samfélagsins á þörfum einstaklinga með Tourette heilkenni.
Samtökin höfðu veg og vanda að fjórða samnorræna fundi Tourette samtaka sem haldinn var hér á landi í september 1996.
Nú eru í samtökunum um 130 fjölskyldur einstaklinga með Tourette heilkenni.
Hjá samtökunum er hægt að nálgast ýmislegt fræðsluefni um sjúkdóminn.
Tourette samtökin eru til húsa að Laugarvegi 26 og hafa þar aðstöðu á skrifstofu Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF). Sími samtakanna er 551 4590.
Formaður Tourette samtakanna á Íslandi er Elísabet K. Magnúsdóttir.
©1997