Sigríður Teitsdóttir
Asperger


Umhverfi

Flest börn með Asperger heilkenni sækja sinn hverfisskóla og þar, sem annars staðar, þarf að skipuleggja umhverfið með tilliti til sérþarfa þeirra.

Reglusemi og skipulagt ferli þarf að vera ríkjandi og kennurum er ráðlagt að finna jafnvægi á milli þess að krefjast, að nemandinn fylgi straumnum, og þess að hann fái tíma og færi á að sinna og þroska með sér sín eigin áhugamál og sjálfsmynd. Störf, þar sem hver dagur líkist öðrum, henta yfirleitt vel, og umburðarlyndi þarf að ríkja. Hér fylgja nokkrar ábendingar um æskilegt umhverfi, og viðeigandi framkomu Asperger börnum til handa.

©1997