Kristín Huld Gunnlaugsdóttir og Þórhalla
Gunnarsdóttir
Blindir og sjónskertir
Þjónustumiðstöðvar
Sjónstöð Íslands
Sjónstöðin skiptist í fimm megindeildir:
- Augnskoðunardeild, þar er sjón athuguð
og metin með hliðsjón af því hvers
konar meðferð muni henta best.
- Endurhæfingardeild, þar fer umferliskennsla fram
og notkun hvíta stafsins. Hún felst í því
að einstaklingurinn læri að ferðast um á
eigin spýtur innan dyra sem utan. Einnig er blindum og
sjónskertum kenndar athafnir daglega lífsins, ADL,
til þess að einstaklingurinn verið sem mest sjálfbjarga
og fær um að bjarga sér og nota þau hjálpartæki
sem nauðsynleg eru.
- Sjónþjálfunardeild, þar fá
menn viðeigandi sjónhjálpartæki sem stækka
mynd, svo sem kíkisgleraugu, stækkunargler og sjónauka.
Fólk er þjálfað í notkun tækjanna
svo að þau komi að tilætluðum notum.
- Augnsmíðastofa, þar eru gerviaugu búin
til og mátuð.
- Gleraugnaverkstæði, þar eru útbúin
sérsmíðuð sjónhjálpar- og
kíkisgleraugu.
Blindradeildin
Starfsemi blindradeildarinnar er fjórþætt:
- Kennsla og þjálfun nemenda á grunnskólaaldri.
- Ráðgjöf til handa blindum og sjónskertum
í öðrum skólum, einnig aðstandendum
þeirra og kennurum.
- Ráðgjöf til handa blindum börnum á
forskólaaldri, aðstandendum þeirra og starfsfólki
forskóla.
- Ráðgjöf til handa framhaldsskólanemendum
og kennurum þeirra.
Í Blindradeildinni er kappkostað svo sem auðið
er að nemendur séu úti í almennum bekk.
Fyrst í fylgd með blindrakennarar en eftir því
sem þau börnin eldast, þroskast og verða
færari fjölgar þeim stundum sem þau eru
án aðstoðar. Inn í sjálfri deildinni
er þeim kennt blindraletur og ýmsar uppsetningar
þess, fá þjálfun í ADL (athöfnum
daglegs lífs), umferli og notkun hvíta stafsins.
Einnig fá nemendur aðstoð við heimanám.
©1996