Blindrafélagið var stofnað árið 1939. Stofnendur þess áttu einungis þá hugsjón eina að fá að standa á eigin fótum. Nú er blindrafélagið öflugt hagsmunafélag sem hefur á sínum snærum margs konar starfsemi fyrir félagsmenn. Til dæmis beitir félagið sér fyrir bættu aðgengi blindra og sjónskertra og það sér um alla réttindaþjónusta þeirra s.s. örorkumál og akstursþjónustu.
Blindrafélagið er sjálfstæð stofnun en fær styrk frá ríkinu og borginni og fær einnig aðstoð frá styrktarfélögun og fyrirtækjum. Félagar í Blindrafélaginu eru um 200 en miðað er við lögblindumörkin þegar nýir félagar eru teknir inn. En nú er verið að vinna í breytingu á lögum félagsins og munu sjónskertir einnig fá aðgang eftir breytingu laganna, en þeir eru sem stendur aukafélagar. Stefnt er að einu sameiginlegu félagi fyrir bæði blinda og sjónskerta.
©1996