Tölfræði IIISkilaverkefni 2: Aðfallsgreining hlutfalla

Gættu þess að byggja verkefnið á þessari lýsingu og réttri gagnaskrá. Verkefni breytast milli ára. Við getum ekki tekið gild verkefni byggð á gömlum verkefnislýsingum eða gögnum fyrri ára.

Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem einkennast af stjórnlausum og skaðlegum vexti fruma. Þessar frumur hafa glatað þeim eðlilega eiginleika að inna sitt verk af hendi og deyja síðan. Krabbamein eru kennd við það líffæri sem þau verða til í: Brjóstakrabbamein er t.d. í brjóstum og lungnakrabbamein í lungum.

Líkur á brjóstakrabba aukast með aldri en meinið hefur tilhneigingu til að vera ágengara hjá yngri konum. Munurinn virðist vera m.a. sá að það byrjar á alvarlegra stigi, þ.e. fer hraðar í eitlana hjá yngri konum (Breast cancer, e.d.).

Í rannsókn einni var tekið 400 manna úrtak kvenna með brjóstakrabbamein á aldursbilinu 25 til 88 ára. Meðal annars var stærð æxlis metin og hvort krabbameinið hafði dreift sér í eitla kvennanna. Rannsóknartilgátur eru tvær:

  1. Fyrri tilgátan er sú að krabbamein dreifi sér frekar í eitla yngri kvenna en eldri. Frumbreytan er aldur kvenna (age) og fylgibreytan er krabbamein í eitlum (kölluð ln_yesno í gagnaskrá). Hún tekur tvö gildi; (krabbamein í eitlum til staðar) og nei (krabbamein í eitlum ekki til staðar).
  2. Seinni tilgátan er sú að aukin stærð æxlis minnki lífslíkur. Frumbreytan er stærð æxlis í cm (pathsize í gagnaskrá). Fylgibreytan (status í gagnaskrá) er tvíkosta: Lifandi (censored) og látin (died).

Athugaðu að þessi lýsing er byggð á gagnaskránni Breast cancer survival.sav sem fylgir SPSS. Gögnin eru af óljósum uppruna og því má ekki túlka verkefnið eins og unnið sé úr þekktum gögnum og niðurstöður séu ábyggileg lýsing á raunheiminum. Gögnin eru sennilega tilbúningur að hluta, sbr. upplýsingar á www.smartdrill.com/Survival-Analysis.html. Þau gögn sem þú færð til úrvinnslu núna eru miklu umfangsminni en í ofangreindri skrá auk þess sem þeim hefur verið breytt talsvert. Eiginleikar gagnanna ættu þó að halda sér að mestu.

Skil og tímamörk

Skiladagur verkefnisins er fyrir lok dags fimmtudaginn 10. nóvember nk. Skilaverkefni þurfa því að hafa borist í síðasta lagi áður en starfsfólk þjónustuborðsins mætir morguninn eftir. Skila skal verkefninu í pósthólf í þjónustuborðinu í Gimli.

Einnig skal skila verkefninu í gegnum TurnitIn kerfi Háskólans auk þess að skila útprentuðu eintaki í pósthólf í þjónustuborðinu í Gimli. Skráin sem þú skilar inn í TurnitIn þarf að hafa skírnarnöfn höfunda í nafni sínu. T.d. ef ég og Signý værum að skila verkefni saman, myndum við skýra skjalið Skv2_Guðmundur_Signý.doc eða eitthvað álíka. Á forsíðu prentaða eintaksins þarftu að rita staðfestingarnúmer (Submission ID number) sem TurnitIn gefur þér.

Notaðu skýrslumátin sem hafa verið lögð inn í Uglu. Skilaverkefni sem eru ekki með staðlaða forsíðu, myndina af klukkunni, hafa misfarist: EKKI TAKA ÞÁ ÁHÆTTU!

Stuðningur

Nemendur geta varpað fram spurningum tengdum verkefninu og svarað öðrum nemendum á umræðuþræði á heimasvæði námskeiðsins í Uglu eða í stoðtíma föstudaginn 4. nóvember nk.

Á umræðuþráðinn má setja spurningar og svör sem tengjast úrlausn á skilaverkefninu. Jóhann Pálmar, stoðkennari, mun fylgjast með umræðum og koma inn í þær ef þurfa þykir.

Vinsamlega vandaðu til fyrirsagna á fyrirspurnum. Vel valin fyrirsögn vekur athygli bæði okkar og samnemenda og eykur því líkur á vönduðu svari. Við getum ekki lofað svörum við fyrirspurnum með fyrirsögnina Re: Skilaverkefni 2 eða álíka.

Við áskiljum okkur ritstjórnarvald sem felst m.a. í því að fjarlægja innlegg sem við teljum óviðeigandi eða sem tengjast ekki beint úrlausn verkefnisins að okkar mati. Vinsamlega sýndu þessu menntaða einveldi fullan skilning.

Verkefnið

Gerðu vandaða og nákvæma skýrslu sem tekur á öllum eftirfarandi spurningum og viðfangsefnum. Byrjaðu á því að sækja SPSS gagnaskrána og vista hana á harða diskinn hjá þér. Einnig er hægt að nálgast gagnaskrána á textaformi.

Tveir nemendur vinna saman að hverju skilaverkefni. Athugaðu: Þú mátt aðeins vinna skilaverkefni tvisvar með sama nemanda.

Verkefnið þarf að vera á APA-formi, þ.e. með Inngangi, Aðferð, Niðurstöðum og Umræðu.

Hefurðu skoðað leiðbeiningarblöðin sem heimasíða námskeiðsins vísar á? Þau reynast mörgum gagnleg við úrlausn verkefnisins.

Verkefni og úrlausnarefni

  1. Birtu lýsandi tölfræði fyrir frum- og fylgibreytur.
  2. Birtu normalrit af dreifingu frumbreytunnar innan flokka fylgibreytu. Athugið að þennan lið þarf að framkvæma tvisvar, einu sinni fyrir hvora fylgibreytu.
  3. Framkvæmdu tvær aðfallsgreiningar hlutfalla. Þú þarft að leysa úr eftirfarandi atriðum fyrir báðar úrvinnslur, þ.e. fyrir hvora fyrir sig!
  4. Hvert er spágildi fyrir konu með 2,8 cm stórt æxli? Athugaðu að hér þarf að umbreyta logariþma hlutfallslíkinda (logOdds) yfir í hlutfall. Fyrst þarf að taka andlógariþmann (ex, exp, inv ln eða eitthvað álíka á reiknivél) af logOdds til að fá hlutfallslíkindi (odds) og síðan er þeim breytt með viðeigandi formúlu í hlutföll.
  5. Hvaða almennar ályktanir mætti draga af tilteknum niðurstöðum og eru einhverjar mikilvægar frumbreytur sem vantar?

Heimildir

Breast cancer (e.d.). Vefskjal sótt 21. september 2006 á slóðina en.wikipedia.org/wiki/Breast_cancer.