Tölfræði IIVefsvæði sem tengjast námskeiðinu

Vefreiknarnir sem eru hér fyrir neðan hafa verið skoðaðir og virðast reikna rétt; þó er engin ábyrgð tekin á niðurstöðunum. Ekki nota aðra vefreikna nema að ganga fyrst úr skugga um að þeir virki rétt. Lestu vel athugasemdir sem stundum gefa mikilvægar upplýsingar.

Áður en þú notar vefreikni í fyrsta sinn þarftu að prófa hann á dæmi úr bókinni til að ganga úr skugga um að þú kunnir að nota hann. Athugaðu einnig að sumir miðast við tvíhliða próf, aðrir við einhliða próf og stöku reiknar gefa kost á því að velja núlltilgátuna sem prófuð er.

Tölfræðiforrit

Crunch It! á LaunchPad
Þú þarft að vera með aðgangskóða eða kaupa aðgang. Hér fæst aðgangur að CrunchIt en einnig að ýmsu öðru.

Shiny-forritlingar

Hér eru nokkrir R-forritlingar sem notast við Shiny umhverfið. Shiny er forritunarlausn sem gerir kleift að keyra R-forrit á sérstökum þjóni og gera þannig gagnvirka forritlinga (apps).

Shiny User Showcase
Markgildissetningin
Líkindaþéttni fyrir t-dreifingu
Úrtaksgerð og staðalvilla meðaltals

Öryggisbil hlutfalla

Normalkúrfunálgun

Þessi aðferð er notuð þegar úrtak er stórt og hlutfallið ekki mjög nálægt 0,0 eða 1,0. Algengt en skeikult viðmið er að fjöldinn í minni hópnum megi ekki fara undir 5 (stundum er þó miðað við 10).

Allto consulting: Öryggisbil hlutfalls
Þú þarft að gefa upp heildarfjöldann og hlutfallið sem prósentu, þ.e. á bilinu 0 til 100%. Síðan smellirðu á Calculate. Öryggisbilið birtist með smáu letri neðst.

Breytt Wald-próf (M&M nefna þetta: Wilson estimate)

Þetta er aðferðin sem Moore & McCabe mæla með.

GraphPad: Öryggisbil hlutfalla
Notaðu efri valkostinn á síðunni, þar sem segir „Confidence interval of a proportion.“ Settu inn fjöldann í öðrum hópnum (numerator) og heildarfjölda (denominator) og smelltu síðan á „Compute CI.“ Á síðunni sem þá birtist notarðu niðurstöðurnar sem eru ofar á síðunni þar sem segir „Confidence intervals by modified Wald method.“

Score aðferð Wilsons

Þetta er nákvæmari aðferð heldur en breytt Wald-próf. Báðar aðferðir gefa svipaðar niðurstöður en breytta Wald-prófið er einfaldara.

Vassar Stats: Confidence Interval of a Proportion
Settu inn fjöldann í öðrum hópnum (k) og heildarfjölda (n) og smelltu síðan á „Calculate.“ Niðurstöðurnar birtast í textareitunum fyrir neðan. Veldu þær sem birtast þar sem stendur „no continuity correction.“
Vassar Stats: Confidence Interval for the Difference Between Two Independent Proportions

Þessa aðferð máttu aðeins nota ef hlutföllin eru óháð! Í því felst yfirleitt að hlutföllin séu reiknuð hvort í sínum hópnum. Dæmi um ranga notkun væri t.d. ef við bærum hlutfall þeirra sem segjast munu kjósa Vöku saman við þá sem ætla að kjósa Röskvu; það liggur væntanlega í augum uppi að því fleiri sem kjósa Vöku því færri að jafnaði munu kjósa Röskvu. Þetta væru ekki óháð hlutföll enda eru þau reiknuð í sama hópnum.

Gættu þess að setja hópinn með hærra hlutfallið inn í vinstra dálki og þann með lægra hlutfallið í hægri dálkinn. Settu fjöldann sem er talinn í efri reitinn (k) og heildarfjöldann (n) í neðri reitinn og smelltu síðan á „Calculate.“ Niðurstöðurnar birtast í textareitunum fyrir neðan. Veldu þær sem birtast þar sem stendur „no continuity correction.“

Marktekt

Einhliða próf á meðaltal

Marktektarforritlingur á heimasvæði kennslubókar

t-próf í einum hópi

GraphPad: t-próf í einum hópi
Vadum Rankin: t-prófsreiknir fyrir einn hóp

t-próf í tveimur óháðum hópum

Vadum Rankin: t-prófsreiknir fyrir tvo óháða hópa (sömu staðalfrávik í þýði)

Parað t-próf

GraphPad: Reikna parað t-próf

Wilcoxon Mann-Whitney

Reikna Wilcoxon Mann-Whitney próf (IFA)
Þú setur hrágögnin inn, hvorn hóp í sinn dálk. Vefreiknirinn getur gefið bæði tvíhliða og einhliða marktekt. Þú getur valið nákvæma (exact) útreikninga en ef þú ert með stór úrtök gæti normalnálgun (approximate) hentað betur.
Fletta upp nákvæmu vendigildi fyrir Wilcoxon Mann-Whitney próf
Þú velur rétta línu og réttan dálk í samræmi við fjölda hvors hóps fyrir sig (hópastærðir eru táknaðar með m og n). Síðan velurðu efri línuna af tveimur ef α= 0,05 en þá neðri ef α= 0,01. Talan sem er gefin upp er summa raðtalna í hópum sem hefur lægri summu.
Nákvæm vendigildi fyrir WMW: Einhliða og tvíhliða (SOCR)
Þú velur línu eftir því hve margir eru í hvorum hópi (N1 og N2) og velur réttan dálk miðað við það α sem þú hefur valið. Notaðu hópinn sem hefur lægri summu raðtalna; ef summan er lægri en vendigildið í töflunni getur þú hafnað núlltilgátunni.

Tvö óháð hlutföll

Prófa mun tveggja óháðra hlutfalla (VasserStat)
Þú setur inn fjöldann sem er talinn í hvorum hópi (ka og kb) og heildarfjöldann í hvorum hópi. Síðan ýtirðu á Calculate. Vefreiknirinn notar normalnálgun og er því ónákvæmur ef fjöldinn í minnsta hópnum er lítill eða hlutföllin nálægt 0,0 eða 1,0.

Afköst

z-próf í einum hópi

Afkastaforritlingur á heimasvæði kennslubókar
Afkastareiknir Rollins Brants

t-próf í tveimur hópum

Afkastareiknir Rollins Brants