Tölfræði Forverkefni

Þessu forverkefni er ætlað að leiða í ljós núverandi færni þína í að vinna með gögn og framkvæma og túlka dreifigreiningu. 

Verkefnið felst í því að sækja gögn og lesa þau inn í tölfræðiumhverfið R. Þú átt að gera grein fyrir gögnunum, m.a. myndrænt, framkvæma nauðsynlega úrvinnslu og fjalla stuttlega um niðurstöðurnar og helstu álitamál í því efni. 

Gögnin

Gögnin nálgast þú í nursery möppunni í Uglu. Þar eru gagnaskrár auðkenndar með númerum. Veldu þá skrá sem samsvarar röð þinni á nemendalistanum í Uglu. Þar finnurðu einnig skrá með nánari lýsingu á gögnunum.

Gagnasafnið lýsir frammistöðu 50 grunnskólabarna á málþroskaprófi auk upplýsinga um menntunarstig foreldra, hvort barnið var í leikskóla og málþroska barnsins í forskóla.  

Breytur

Nursery: Upplýsingar um það hvort barnið var í leikskóla eða ekki. 

College: Upplýsingar um það hvort foreldrar hafi stundað háskólanám. 

Peabody: Málþroski samkvæmt niðurstöðu Peabody-prófsins í 1. bekk

Kinder: Málþroski samkvæmt Peabody-prófinu í forskóla.

Notaðu breyturnar Nursery og College sem frumbreytur og Peabody sem fylgibreytu. Þú átt því ekki að vinna með Kinder.

Skiladagur

Gerðu 5–8 glærur sem taka á ofangreindum atriðum. Verkefninu skilar þú munnlega með því að kynna niðurstöðurnar fyrir öðrum nemendum. Miðað er við að tveir séu um hvert verkefni. Viðkomandi nemendur mega ekki vinna nema mest eitt annað verkefni með þér í námskeiðinu.

Verkefnið

Þú þarft að lesa gögnin inn í R. Að því loknu þarftu að vinna úr gögnunum bæði myndrænt og með tölfræðilegum úrvinnsluaðferðum í því skyni að geta svarað eftirfarandi spurningum. Gættu að því að svörin þurfa að byggjast á myndrænni, orðrænni og tölfræðilegri framsetningu, allt eftir því sem við á hverju sinni.

  1. Hverjir eru helstu eiginleikar þessara gagna eins og þeir birtast þér í þessu 50 barna úrtaki? Hér geri ég ráð fyrir að þú beitir lýsandi tölfræði, myndritum og gerir grein fyrir þeim og helstu ályktunum í texta.
  2. Hvaða ályktanir getum við dregið um áhrif háskólamenntunar foreldra (College) og leikskólaveru barns (Nursery) á málþroska á grundvelli þessara gagna? Gættu að því að hér er spurt um þýðið en ekki tengsl breytanna í úrtakinu. Ég geri ráð fyrir því að hér sé beitt úrvinnsluaðferðum ályktunartölfræði, samfara mynd- og orðrænni framsetningu eins og við á hverju sinni.
  3. Að hvaða marki get ég treyst niðurstöðunum í úrvinnslunni hjá þér? Er t.d. víst að úrvinnsluaðferðin henti til að svara þessum spurningum, eru einhver andstyggilegheit í gögnum sem gera úrvinnsluna ótrausta (not robust) og eru niðurstöður þínar háðar einhverri óvissu og hvað er hún þá nákvæmlega mikil?

Gerðu 5–8 glærur sem taka á ofangreindum atriðum. Verkefninu skilar þú munnlega með því að kynna niðurstöðurnar fyrir öðrum nemendum. Skoðaðu vel Yfirlit yfir annmarka verkefnis til að átta þig á þeim athugasemdum sem úrlausn þín getur fengið.

Skil á verkefninu felur í sér (a) munnlega greinargerð í tíma með viðeigandi (takmörkuðum) fjölda glæra, (b) þátttöku í tíma um hugsanlega annmarka úrlausnarinnar eða álitamál í tengslum við hana, (c) skil á glærum og, eftir atvikum, fyrirlestrarpunktum á pdf-formi í tölvupósti og (d) skil á skipanaskrá í tölvupósti sem sýnir ferilinn frá því að gögnin eru lesin inn þar til úrvinnslu er lokið.

Skil í tölvupósti þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: