Almennar getgátur eru uppi um það, að eftir því sem einstaklingur tekur GRE prófið oftar þá hækki stigafjöldi viðkomandi á prófinu án þess þó að hann þurfi að læra á milli þess sem hann tekur prófið. Sjálf próftakan virðist vera nægjanleg reynsla til þess að geta aukið GRE stigafjölda við næsta próf. Fengnir voru 16 nemendur til þess að taka GRE prófið þrjá laugardaga í röð. Frumbreytan er því hversu oft viðkomandi hefur tekið prófið og fylgibreytan eru stig á GRE prófi.
Tafla eitt sýnir kóðunarfylkið fyrir fjölda þeirra GRE prófa sem viðkomandi hefur tekið. Hópurinn sem fær −1 á báðum áhrifabreytum eru þeir sem hafa tekið prófið einu sinni.
Effect1 | Effect2 | |
Einu sinni | −1 | −1 |
Tvisvar | 1 | 0 |
Þrisvar | 0 | 1 |
Fyrst skulum við skoða meðalstig og staðalfrávik fyrir hvert gildi frumbreytu í ljósi þess að tilgátan segir að með auknum fjölda tekinna prófa þá aukist stigafjöldinn.
Meðalstig á GRE |
Staðalfrávik | |
Einu sinni | 523,75 | 103,013 |
Tvisvar | 649,38 | 58,818 |
Þrisvar | 669,38 | 84,259 |
Samtals | 614,17 | 104,878 |
Það er þó nokkur munur milli hópa og heildarstaðalfrávik fyrir alla hópana er talsvert hátt sem bendir til mikillar dreifingar stiga. Tafla 2 gefur til kynna að stigafjöldi fari hækkandi eftir því sem viðkomandi tekur GRE prófið oftar.
Í Anova töflunni má sjá að heildaráhrif líkansins eru marktæk F(2,48) = 14,128, p < 0,001.
Aðhvarfsjafnan fyrir líkanið er eftirfarandi:
Stig á GRE prófi = 614,167 + 35,208(effect1) + 55,208(effect2)
Niðurstöður gefa til kynna að óvegið meðaltal er 614,167 stig á GRE prófi. Þeir sem taka prófið tvisvar fá rúmum 35 stigum hærra á GRE en óvegna meðaltalið og þeir sem taka prófið þrisvar fá rúmum 55 stigum hærra en óvegna meðaltalið segir til um.
Við vitum hins vegar ekki hversu mörg stig þeir fá sem taka prófið einungis einu sinni. Sem fyrr er hægt að finna það með tvennum hætti:
Óvegin meðaltalsstigafjöldi einstaklinga á GRE prófi óháð því hversu oft þeir taka prófið eru 614,17 stig.
Hér er skipanaskráin (syntaxinn) fyrir þetta dæmi.
© 2004 Sólveig Ragnarsdóttir