Leif er munurinn á spágildi Y í þýði og Y í úrtaki eins og það kemur fyrir í dreifigreiningarmódelinu. Leifin í dreifigreiningu segir til um villuna í gögnunum sem verið er að nota, það er sá eiginleiki í úrtaki sem samsvarar villunni í þýði. Ef fullkomin normaldreifing kemur fram á leifarriti þá er úrtakið að samsvara villuna í þýði fullkomlega.
Margir tölfræðingar eru á þeirri skoðun að myndræn framsetning á leifinni sé mikilvægasta tæknin til að sjá hvort gögnin séu að mæta forsendum dreifigreingar eða hvort dreifigreining sé sú úrvinnsluaðferð sem henti gögnunum.
Leifarrit má nota í þeim tilgangi að ganga úr skugga um eftirfarandi atriði:
Hvort línuleg tengsl séu til staðar.
Til að athuga hvort villudreifingin er stöðug.
Hvort frávillingar séu í gögnunum.
Hvort villudreifingin normaldreifist.
Hvort villudreifingin sé óháð.
Mynd 1: Leifarrit sem sýnir dreifingu villu.
© 2004 Jóhannes Karl Sigursteinsson