Meš myndręnni framsetningu į gögnum er veriš aš sżna gögnin. Žannig er aušveldlega hęgt aš sjį eiginleika gagnanna ef rétt myndrit er vališ. Vel vališ myndrit getur žvķ birt meiri upplżsingar um gögnin heldur en tjįš veršur meš męlitölum. Žannig lżsa męlitölur gögnunum meš žvķ aš gefa eiginleika žeirra į formi talna. Slķk lżsing gefur takmarkaš yfirlit og ašeins ef męlitölur eru traustar og forsendur žeirra eru fyrir hendi.
Žannig getur vel vališ myndrit birt meiri upplżsingar um gögnin heldur en tjįš veršur meš męlitölum og į mjög aušveldan hįtt. Į mynd geta einnig birst mikilvęg tengsl eša eiginleikar sem hafa įhrif į śrvinnslu og val męlitalna. Myndrit eru žannig góš leiš til žess aš skoša lögun og breidd dreifingar, žvķ į myndum veršur žaš mun augljósara en męligildi gefa sjįlf til kynna. Frįviksgildi verša lķka augljósari į mynd en meš talnagildum og svo er einnig gott aš teikna myndrit til aš glöggva sig betur į žeim.
Dęmi um myndrit eru sślurit, punktažéttnirit, lķnurit, stöplarit, kassarit, laufrit, normalrit og hlutfallstalnarit.
Kassarit
Kassarit sżna vel skekkju ķ dreifingu og sżna śtgildi greinilega. Žaš er grundvöllur aš mörgum tilgįtum aš gögnin séu nokkurn veginn normaldreifš og kassarit getur hjįlpaš til viš aš įlykta hvort svo sé. Žegar kassarit er teiknaš er dreifingunni skipt upp ķ fjóra jafna hluta auk žess sem mišja hennar er fundin. Lengd kassans ķ kassaritinu innifelur žann helming dreifingarinnar sem er nęst mišju en lęgsti og hęsti fjóršungurinn eru utan viš kassann. Lķna er dregin žvert yfir kassann viš mišju dreifingarinnar. Śt frį sitt hvorum enda kassans ganga lķnur sem eru kallašar skegg.
Krossuš kassarit
Krossuš kassarit eru įkjósanleg žegar žaš žarf aš bera saman dreifingu tveggja eša fleiri hópa. Hęgt er aš sjį ķ hendingskasti helstu eiginleikana og hvort dreifingin sé ólķk milli hópanna.
Lķnurit
Lķnurit eru yfirleitt notuš žegar sżna į mešaltöl eša ašrar męlitölur į stašsetningu. Žau mį žó einnig nota til aš sżna fjölda eša ašrar svišašar męlitölur.
Normalrit
Normalrit birtir męligildi breytu sem fall af vęntigildum normaldreifingar. Ef breytan normaldreifist, mynda męligildin beina lķnu. Ef žaš er skekkja sést sveigbogi į normalritinu en rjįfur- og gólfįhrif gera tengslin s-laga.
© 2004 Helga Rśna Péturs