F-próf dreifigreiningar segir til um hvort munur sé á meðaltölum. Niðurstaða F-prófsins er marktæk þegar munur er á meðaltölum eftir ákveðnum alfamörkum eins og til dæmis alfa = 0,05 eða 0,01. Núlltilgátan gerir ráð fyrir að enginn munur sé á meðaltölum hópanna í þýði. Rannsóknartilgátan gerir aftur á móti ráð fyrir að það sé munur á meðaltölum í þýði. Það fer svo eftir rannsóknartilgátunni hverjar spurningarnar eru og hvar er leitað af mun eða hvort verið er að leita eftir mun á milli hópa. Marktækt F-próf bendir til þess að það sé munur á meðaltölum í líkaninu, en ekki hvar hann liggur. Við högum svo eftiráprófunum okkar eftir því hvort við erum að leita eftir ákveðnum mun eða bara finna einhvern mun.
Taflan hér að neðan sýnir F-próf dreifigreiningar. Eins og sjá má þá eru F-gildin mjög há og sig=0,000 sem er minna en 0,01 og því er marktækur munur á meðalbrennslu eftir því hvaða tegund líkamsræktar menn stunda en ekki ljóst hvar munurinn er.
Sheffé eftirápróf mun greina frá mun á milli meðaltala ef allsherjar F-prófið er marktækt. Þetta á ekki við um öll eftirápróf.
© 2003 Herdís Finnbogadóttir