Áhrifastærð mæld með φ'.
Í töflunni hér að neðan eru meðaltöl, staðalfrávik, dreifitölur og fjöldi í hverju hólfi fyrir árangur ólíkra meðferðarúrræða.
| Meðferð 1 | Meðferð 2 | Meðferð 3 | Meðferð 4 | Meðferð 5 | |
| Meðaltal | 2,22 | 1,83 | 2,59 | 3,76 | 4,54 |
| Staðalfrávik | 3,22 | 2,38 | 3,74 | 3,76 | 4,54 |
| Dreifitala | 10,4 | 5,7 | 14,0 | 14,1 | 20,6 |
| n | 10 | 10 | 10 | 10 | 10 |
Hér að neðan er formúla fyrir φ'. Í framhaldi af formúlunni er dæmi um hvernig á að nota hana.
Hægt er að líta á σt (fyrir ofan brotalínu) sem óstöðluð áhrif á kvarða fylgibreytunnar.
Þegar við deilum staðalfráviki villunnar sem táknuð er með σe (fyrir neðan brotalínu) þá stöðlum við áhrifastærðina, þannig að hægt er að bera saman áhrif ólíkra rannsókna.
.
Vegna þess að hér er um mörg ólík meðaltöl að ræða, þá þarf að byrja á því að reikna óvegið meðaltal (meðaltal meðaltalanna).
Í þessu tilfelli er óvegna meðaltalið 2.988.
Það er síðan dregið frá meðaltali hvers hóps fyrir sig, eins og sést í dæminu hér að ofan.
Þær útkomur eru hafðar upp í annað veldi, síðan er summa þeirra lögð saman og deilt í þá útkomu með fjölda hópanna.
Hér voru 5 ólík meðferðar úrræði (5 hópar) og því er deilt með 5.
Síðan er deilt í þessa útkomu (1.0188). Talan sem er undir brotalínunni er fengin með því að reikna MSe.
Það er gert með því að leggja saman dreifitölurnar. Dreifitala er staðalfrávikið í öðru veldi.
Síðan er deilt í summu þeirra með fjölda hópanna. 6.477/5 = 12.955
Í þessu tilfelli verður útkoman 12.955.
Loks er svo kvaðratrót tekin af útkomunni, eins og sést í ofangreindu dæmi.
Niðurstaða φ'er = 0,28 sem er rétt yfir miðlungs áhrif.
© 2004 Eva Dögg Gylfadóttir