80% afköst fást með því að hafa 32 þátttakendur í hverju hólfi.
.Til þess að fá svona mynd var farið í afkastaherminn. Fyrst var þó φ' leiðrétt í Excel skjalinu.
Í Excel skjalinu var 5 sett þar sem k er (vegna þess að í rannsókninni voru 5 hópar) og 0.2804 sett fyrir Sd. Niðurstaðan verður = 0.313
Niðurstaðan var síðan sett í afkastaherminn, en þar er valið Balanced ANOVA (any model) og ýtt á Run selection. Þegar þú ert búin/n að velja líkanið sem hentar þér og setja inn forsendur þínar, þá velur þú F tests.
Niðurstaða úr herminum fyrir rannsóknina, var að það þarf 32 þátttakendur í hvert hólf til þess að fá 80% afköst.
Til þess að setja niðurstöðurnar upp í myndrænt form í afkastaherminum er eftirfarandi gert:
Ýtt er á options gluggann lengst til vinstri. Veljið þar Graph.
Þá kemur upp nýr gluggi, þar þarf að setja fyrir y-ásinn power (treatment).
Fyrir x-ásinn er valið n (Within). Það þarf einnig að setja inn upplýsingar í dálkana þrjá fyrir neðan, en það eru þau gildi sem eiga að koma fram á x-ásnum. Í þessu tilfelli voru gildin 1 sett í from og 40 sett í to, og 1 í by.
Næst er ýtt á Draw og þá ætti að birtast mynd.
Síðan er hægt að vinna áfram með þá mynd í Excel, en til þess þá er valið Show Data, við það birtist nýr gluggi sem heitir Plot data. Þaðan er hægt að afrita (copy) gögnin og færa yfir í Excel skjal.
Þegar búið er að færa gögnin yfir í Excel, verður að breyta punktunum yfir í 0, eins og .26 yfir í 0,26. Því næst er hægt að velja línurit og endurgera myndina með sama hætti og línurit eru venjulega gerð í Excel.
© 2004 Eva Dögg Gylfadóttir