Yfirlit yfir námsefni og kennslu vorið 2004
- Kennari
- Guðmundur B. Arnkelsson
- Stoðkennarar
- Hafrún Kristjánsdóttir og Þrúður Gunnarsdóttir
- Tölvukennsla
- Tilkynnt síðar
- Sjálfsnám
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir
- Fyrirlestrar
- Þriðjudagar 840–1045 í sal 1 í Háskólabíó
- Fimmtudagar 800–915 í sal 1 í Háskólabíó
- Stoðtímar
- Tilkynnt síðar
- Tímasetning stoðtíma er breytileg. Flestar kennsluvikur verður boðið upp á fjóra tíma en stundum fleiri eða færri. Fyrirkomulag verður kynnt nánar síðar.
- Tölvutímar
- Skráning í kennslustund. Tilkynnt síðar. Fylgstu með tilkynningum á heimasíðu námskeiðsins.
Lesefni
- Agresti, A., & Finlay, B. (1997). Statistical methods for the social sciences (3. útgáfa). Upper Saddle
River, NJ: Prentice Hall.
- Kohout, F.J. (1986). Statistics for social scientists: A coordinated learning system. Malabar, Fl: Robert E Krieger Publ. Co.
- Guðmundur Arnkelsson og Þorlákur Karlsson (2002). Stoðkver í Aðferðafræði II: Verkefni og efnisspurningar. Reykjavík: Háskóli íslands.
- Ýmislegt efni og upplýsingarit á vefsvæði námskeiðsins
Stuðningsrit
- Guðmundur B. Arnkelsson (2000). Orðgnótt: Orðalisti í almennri sálarfræði (4. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Heimasíða
Heimasíðu námskeiðsins má finna á veffanginu www.gba.is/adf2. Þar finnur
þú ýmis konar efni tengt námskeiðinu samanber eftirfarandi liði.
- Námsáætlun fyrir hvern þriðjung námskeiðsins fyrir sig með yfirlit yfir námsefni og verkefni.
- Afrit af öllum glærum í námskeiðinu.
- Heimaverkefni (skilaverkefni) fyrir hvern þriðjung námskeiðsins fyrir sig.
- Próflýsing fyrir hvort hlutapróf fyrir sig og fyrir lokapróf.
- Svör við algengum spurningum nemenda.
- Gagnlegar vefsíður í tengslum við töl- og aðferðafræði.
- Annað efni tengt námskeiðinu.
Námsmat
- Skriflegt þriggja tíma lokapróf úr lesefni og fyrirlestrum. Prófeinkunn gildir 60%–75% af lokaeinkunn námskeiðsins eftir vægi hlutaprófa.
- Tvö hlutapróf á kennslumisserinu sem gilda 15–30% eftir því hvort kemur sér betur fyrir nemanda. Hærra prófið gildir alltaf 15% af lokaeinkunn námskeiðsins. Lægra prófið vegur einnig 15% ef slíkt leiðir til hækkunar á lokaeinkunn nemanda; að öðrum kosti fellur einkunn
þess niður.
- Eitt próf í notkun tölfræðiforritsins SPSS sem gildir 10% af lokaeinkunn.
- Skriflegt heimaverkefni. Þeim skal skilað með réttri úrlausn til
stoðkennara og fær nemandi þau þá yfirfarin til baka.
- Heimaverkefni í tölvutímum. Þeim skal skilað með réttri úrlausn til tölvutímakennara.Skil
heimaverkefna í tölvutíma eru forsenda þess að fá einkunn og ljúka
námskeiðinu.
Fyrirkomulag prófa
- Miðað er við að hvort hlutapróf sé tvær og hálf klukkustund (150 mínútur) og lokaprófið 3 klukkustundir.
- Prófin samanstanda af einföldum útreikningum og spurningum sem krefjast stutts skriflegs svars. Stuttsvarsspurningar munu reyna á dæmareikning svo og
þekkingu, skilning og beitingu námsefnisins.
- Engin hjálpargögn eru heimil í hluta- eða lokaprófi. Þó er ætlast til að
þú komir með reiknivél. Óheimilt er að hafa kennslubækur, dæmakver, minnismiða, tímaglósur eða önnur slík gögn.
- Prófin miðast við að þú hafir reiknivél.
- Skila þarf læknisvottorði vegna forfalla í hlutaprófum.
Próftökuréttur
- Lokið sé við a.m.k. annað af tveimur hlutaprófum. Ekki er krafist lágmarkseinkunnar í hlutaprófum.
- Prófi í SPSS sé lokið.
Kennsla og aðstoð við nemendur
- Fyrirlestrar á fyrrgreindum stað og tíma.
- Efni fyrirlestra skiptist í lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Fyrstu fjórar vikurnar verður áherslan á mælitölur á tengsl breyta. Næstu fjórar vikur verður fjallað um grunnhugtök ályktunartölfræði, öryggisbil og ályktanir í einum hópi. Síðustu fjórar vikurnar verður áherslan á ályktunum í tveimur hópum, í krosstöflum og á nokkrum mikilvægum atriðum í ályktunartölfræði og aðferðafræði.
- Byggt er ofan á efnið í Aðferðafræði I, farið dýpra í fylgnireikninga, gerð grein fyrir grunnatriðum líkindafræði, fjallað um ályktunartölfræði og gerð grein fyrir nokkrum mikilvægum mælitölum. Miðað er við að nemendur geti sýnt fram á bæði
þekkingu og skilning á efninu, geti beitt kunnáttu sinni meðal annar reiknað mælitölurnar og framkvæmt
þau tölfræðilegu próf sem byggjast á þeim jafnt á blaði og með tölfræðiforritinu SPSS.
- Stoðtímar, tilkynntir síðar
- Í stoðtímum fá nemendur leiðsögn og aðstoð í tengslum við nám sitt í námskeiðinu. Leita má til stoðkennara með fyrirspurnir í tengslum við námsefnið, aðstoð við lausn verkefna, auk annarrar aðstoðar sem tengist námskeiðinu.
- Gefin eru upp verkefni úr dæmakveri og kennslubók í tengslum við fyrirlestra.
Einnig býðst þeim að skila sérstökum heimaverkefnum og fá þau yfirfarin
til baka.
- Gert er ráð fyrir u.þ.b. 11 stoðtímum fyrir hvern nemanda á misserinu. Þeim er dreift á misserið í samræmi við ætlaða eftirspurn nemenda.
- Tölvutímar, tilkynntir síðar
- Í þriðju viku febrúarmánaðar hefjast tölvutímar
þar sem nemendur fá leiðbeiningar og verkefni til að stuðla að nauðsynlegri færni í tölfræðiforritinu SPSS. Hver nemandi mætir sex sinnum og leysir úr sérstökum
þjálfunarverkefnum. Í lokin er próf í notkun SPSS. Sett verða fyrir einföld heimaverkefni í SPSS. Rétt leyst heimaverkefni eru forsenda
þess að taka tölvupróf.
- Fyrirspurnir og svör á veraldarvefnum
- Á heimasíðu námskeiðsins er Spurt og svarað. Þar má finna innsendar spurningar frá nemendum og svör kennara við
þeim.
- Nemendur eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir og verður reynt að svara
þeim bæði fljótt og vel.
Námsþættir fyrirlestra
Í fyrirlestrum verður fjallað um þrjá meginefnisþætti. Tveimur fyrstu
efnisþáttunum lýkur með hlutaprófi og allir þrír koma til lokaprófs.
I. Fylgni og tengslastuðlar
Helstu efnisatriði
- Almennt um mælitölur á tengsl breyta
- Hlutfylgni (partial correlation); rxy·z
- Sveigfylgni (curvilinear correlation); η [eta]
- Raðfylgni (rank order correlation); rs [Spearmans ró]
- Fí (phi coefficient); φ
- Táb og tác (Kendall's tau); τb og τc
- Lambda (Guttman's lambda); λ
II. Ályktunartölfræði: Öryggisbil og ályktanir í einum hópi
Helstu efnisatriði
- Líkindafræði
- Tilgátuprófanir
- öryggisbil
- z og t-próf í einum hópi
III. Ályktunartölfræði: Ályktun í tveimur hópum, kíkvaðrat og fleira
Helstu efnisatriði
- z og t-próf í tveimur óháðum hópum
- Parað t-próf
- Kíkvaðrat (chi-square); χ²
- Nokkur mikilvæg atriði í ályktunartölfræði og aðferðafræði
Fyrirvarar
- Allar upplýsingar eru veittar með venjulegum fyrirvara. áætlunin, námsmat og aðrir
þættir námskeiðsins geta breyst þegar líður á misserið. Upplýsingunum er
þó ætlað að gefa skýra og sem réttasta mynd af námskeiðinu í þeim tilgangi að auðvelda
þér námið.
- Ýmis mikilvæg atriði eru tilkynnt munnlega í kennslustund. ég geri ráð fyrir að nemendur mæti í allar kennslustundir eða leiti upplýsinga hjá samnemendum.
Drög að dagskrá
Vika |
Dagur |
Viðfangsefni |
0 |
|
|
15. jan. |
Kynning; Fylgni og tengslastuðla |
1 |
20. jan |
Fylgni og tengslastuðlar |
22. jan. |
Fylgni og tengslastuðlar |
2 |
27. jan. |
Fylgni og tengslastuðlar |
29. jan. |
Fylgni og tengslastuðlar |
3 |
3. feb. |
Fylgni og tengslastuðlar |
5. feb. |
Fylgni og tengslastuðlar |
4 |
10. feb. |
Fylgni og tengslastuðlar |
12. feb. |
Fylgni og tengslastuðlar |
|
|
Hlutapróf I, laugardaginn 14. febrúar |
5 |
17. feb. |
Ályktunartölfræði I |
19. feb. |
Ályktunartölfræði I |
Tölvutímar I byrja |
6 |
24. feb. |
Ályktunartölfræði I |
26. feb. |
Ályktunartölfræði I |
Tölvutímar II |
7 |
2. mars |
Ályktunartölfræði I |
4. mars |
Ályktunartölfræði I |
Tölvutímar III |
8 |
9. mars |
Ályktunartölfræði I |
11. mars |
Ályktunartölfræði II |
Tölvutímar IV |
9 |
16. mars |
Ályktunartölfræði II |
18. mars |
Ályktunartölfræði II |
Tölvutímar V |
|
|
Hlutapróf II, laugardaginn 20. mars |
10 |
23. mars |
Ályktunartölfræði II |
25. mars |
Ályktunartölfræði II |
Tölvutímar VI |
11 |
30. mars |
Ályktunartölfræði II |
Tölvupróf |
1. apríl |
Ályktunartölfræði II |
Tölvupróf |
12 |
6. apríl |
Samantekt og lokayfirlit |
8. apríl |
Páskaleyfi |
12½ |
13. apríl |
Páskaleyfi |
15. apríl |
(Ekki kennt) |
13 |
20. apríl |
(Ekki kennt) |
22. apríl |
|
© 2004 Guðmundur B. Arnkelsson